Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 87. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 379  —  87. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 3. des.)



1. gr.


    1. gr. laganna orðast svo:
    Fjármálaráðherra fer með lántökur ríkissjóðs og ríkisstofnana innan lands og utan, útgáfu og sölu ríkisskuldabréfa á innlendum markaði og aðra skuldaumsýslu fyrir ríkissjóð, svo og endurlán lánsfjár, ríkisábyrgðir og Ríkisábyrgðasjóð.

2. gr.

    Í stað orðanna „Í störfum sínum skal Lánasýsla ríkisins stefna“ í 2. gr. laganna kemur: Lánasýsla ríkisins skal stefna.

3. gr.

    3., 4., 8. og 10. gr. laganna falla brott og breytist greinatala samkvæmt því.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Lánasýsla ríkisins“ í 1. mgr. kemur: Fjármálaráðherra.
     b.      Orðin „samkvæmt ákvörðun fjármálaráðherra“ í 1. mgr. falla brott.
     c.      Í stað orðanna „Lánasýslu ríkisins“ í 2. mgr. kemur: Fjármálaráðherra.

5. gr.

    Í stað orðanna „Lánasýslu ríkisins“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. og í 2. og 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: fjármálaráðherra.

6. gr.

    Í stað orðanna „Lánasýsla ríkisins“ í 1. mgr. 7. gr. laganna og orðanna „Lánasýslu ríkisins“ í 2. mgr. sömu greinar kemur: fjármálaráðherra.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Orðið „erlendra“ fellur brott.
     b.      Í stað orðanna „Lánasýslu ríkisins eru falin“ kemur: fjármálaráðherra fer með samkvæmt lögum þessum.

8. gr.

    Orðin „og starfsemi Lánasýslu ríkisins“ í 11. gr. laganna falla brott.

9. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Fjármálaráðherra tekur við almennum réttindum og skyldum Lánasýslu ríkisins og við samningum við þriðja aðila eftir því sem við getur átt samkvæmt ákvæðum laga þessara.

10. gr.

    Heiti laganna verður: Lög um lánasýslu ríkisins.

11. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2008. Við gildistöku laga þessara verður Lánasýsla ríkisins lögð niður.